Skilmálar
Skilmálar
Innritun
Innritun á hótelið hefst frá kl. 15:00.
Útritun
Útritun er til kl. 11:00.
Innritun fyrr en almenna reglan segir til um
Hægt er að tékka sig inn fyrr með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu. Vinsamlegast hafðu samband við móttökuna til að óska eftir þessari þjónustu á hotelloa@hotelloa.is.
Síðbúin útritun
Hægt er að tékka sig út seinna með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu. Vinsamlegast hafðu samband við móttökuna á meðan á dvöl þinni stendur til að óska eftir síðbúinni útritun eða sendu tölvupóst á hotelloa@hotelloa.is ef þú vilt bóka hana fyrirfram.
Afbókunarstefna hótelsins
Öllum bókunum er hægt að breyta eða afbóka allt að 5 dögum fyrir innritunardag. Eftir það verður greiðslukortið sem notað var við bókunina gjaldfært fyrir heildarkostnaði dvalarinnar. Þetta á við ef þú afbókar ekki, breytir ekki bókuninni eða mætir ekki. Allar afbókanir og breytingar verða að vera staðfestar skriflega með tölvupósti á hotelloa@hotelloa.is. Afbókanir í gegnum síma eru ekki samþykktar.
Aðrir skilmálar eiga við fyrir hópa með 6+ herbergi. Fyrir hópbókanir, vinsamlegast hafðu samband fyrir frekari upplýsingar á hotelloa@hotelloa.is.
Ef þú hefur bókað í gegnum þriðja aðila þarftu að afbóka eða breyta bókuninni beint hjá þeim. Óendurkræfar bókanir í gegnum þriðju aðila (Booking.com/Expedia) er ekki hægt að afbóka eða endurgreiða.
Morgunmatur
Morgunverður er framreiddur á veitingastaðnum okkar daglega frá kl. 07:00-10:00. Ef þú þarft að fara snemma af stað geturðu pantað morgunverðarpakka til að taka með. Láttu okkur vita fyrirfram, og við undirbúum hann fyrir þig. Morgunverðurinn inniheldur úrval af heitum og köldum réttum. Við bjóðum upp á glúten-, laktósafría, vegan og mjólkurlausa valkosti. Vinsamlegast leitið ráða hjá þjónustufólkinu okkar.
Barnarúm
Barnarúm eru veitt án aukagjalds fyrir börn undir 6 ára aldri, hámark eitt barnarúm á herbergi. Fyrir börn eldri en 6 ára og fullorðna er aukarúm gegn gjaldi. Vinsamlegast hafðu samband við móttökuna á hotelloa@hotelloa.is fyrir frekari upplýsingar.
Reglur um greiðslukort
Allar bókanir þurfa að vera gerðar með gildu greiðslukorti. Hótelið samþykkir ekki fyrirframgreidd greiðslukort né kort sem ekki eru með PIN-númeri. Við gjaldfærum ekki kortið við bókun, heldur notum það sem tryggingu til að halda herberginu. Kortið verður að vera gilt 5 dögum fyrir innritun, annars áskiljum við okkur rétt til að hætta við bókunina. Kortið þarf að vera sýnt við innritun. Vinsamlegast athugið að við forheimilum ekki greiðslukort, en við áskiljum okkur rétt til að gjaldfæra það ef herbergi skemmist eða ef reykt er inni.
Reykingabann
Hótel Lóa er reyklaust hótel. Reykingar eru leyfðar utandyra. Samkvæmt íslenskum lögum eru reykingar bannaðar inni á hótelinu, þar á meðal rafsígarettur. Brot á þessu banni hefur í för með sér gjald að fjárhæð 50.000 kr.
Skemmdir á herbergi / Hluti vantar
Hótel Lóa áskilur sér rétt til að rukka gesti fyrir skemmdir á herbergjum eða týndum/ skemmdum hlutum að fjárhæð sem samsvarar kostnaði við að gera við skemmdirnar eða endurnýja hluti.
Bílastæðareglur
Hótelið býður upp á ókeypis bílastæði fyrir alla gesti. Vinsamlegast tryggið að allar hurðir, skott, gluggar og þakgluggar séu lokaðir og að engir verðmætir hlutir séu sýnilegir áður en þið yfirgefið bílinn. Við tökum ekki ábyrgð á tjóni á ökutækjum. Við mikla snjókomu gæti bílastæðið ekki verið hreinsað reglulega. Vinsamlegast tryggið að þið hafið keypt allar nauðsynlegar tryggingar ef þið eruð á bílaleigubíl.
Hávaði
Til að tryggja afslappaða dvöl fyrir alla gesti eru samkomur ekki leyfðir í herbergjum eða á gangi hótelsins. Gestir sem brjóta þessa reglu með óhóflegum hávaða, of miklum fjölda í herbergi eða partýhaldi geta verið vísað út án endurgreiðslu. Enginn hávaði skal vera á hótelinu á milli 23:00 – 07:00
Reglur um þvottaþjónustu
Með því að nota þvottaþjónustu okkar samþykkir þú að fötin þín megi vera þvegin í þvottavél og þurrkuð með þurrkara. Við berum ekki ábyrgð á skemmdum á fatnaði. Ef fatnaður er merktur sem „aðeins fyrir hreinsun“ eða að öðru leyti ekki gerður fyrir venjulegan þvott og þurrkun, vinsamlegast látið hann ekki fylgja með þvottinum. Við þvoum öll föt saman nema annað sé sérstaklega óskað. Við getum ekki borið ábyrgð á litabreytingum eða breytingum á stærð eftir þvott.