Q&A
Algengar spurningar
Hver er innritunartími og útritunartími?
Innritun á hótelið okkar er frá kl. 15:00 og útritun er til kl. 11:00.
Bjóðið þið uppá að ég geti útritað mig seinna en almenna reglan segir til um?
Hægt er að tékka sig út seinna með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
Vinsamlegast hafðu samband við móttöku beint á meðan á dvöl þinni stendur eða sendu okkur tölvupóst á hotelloa@hotelloa.is ef þú vilt skipuleggja það fyrirfram.
Bjóðið þið uppá að ég geti tékkað mig fyrr inn?
Hægt er að tékka sig inn fyrr en með fyrirvara um að það sé laust herbergi. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
Vinsamlegast hafðu samband við móttöku eða sendu okkur tölvupóst á hotelloa@hotelloa.is til að biðja um seinkaða innritun.
Hvernig herbergi eru í boði?
Hótel Lóa býður upp á 66 herbergi
- 56 Standard herbergi
- 8 Superior herbergi
- 2 Svítur
Hvert herbergi er hannað til að tryggja þægilega og afslappandi dvöl.
Get ég uppfært herbergið mitt?
Uppfærslur á herbergjum eru mögulegar eftir framboði. Gjald er tekið fyrir þessa þjónustu.
Vinsamlegast hafðu samband við móttöku eða sendu okkur tölvupóst á hotelloa@hotelloa.is fyrir nánari upplýsingar eða til að biðja um uppfærslu.
Hverjir eru afbókunskilmálar?
Bókanir sem gerðar eru í gegnum vefsíðu okkar er hægt að breyta eða afbóka allt að 5 dögum fyrir innritunardag. Eftir þennan tíma verður kredit-/debetkortið sem notað var við bókunina gjaldfært fyrir heildarkostnað dvalarinnar.
Allar afbókanir eða breytingar verða að vera staðfestar skriflega með tölvupósti á hotelloa@hotelloa.is. Vinsamlegast athugaðu að afbókanir í síma verða ekki samþykktar.
Eru bílastæði við hótelið?
Já, við bjóðum upp á ókeypis bílastæði fyrir alla gesti hótelsins.
Er veitingastaður á hótelinu?
Já, við erum með veitingastað á staðnum sem býður upp á fjölbreytt úrval rétta innblásna af íslenskri matargerð.
Er bar á hótelinu?
Það er bar á staðnum sem er opinn til miðnættis alla daga vikunnar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval drykkja fyrir gesti okkar að njóta.
Eruð þið með Happy hour?
Já, við bjóðum upp á Happy hour á barnum alla daga frá kl. 16:00 til 19:00.
Eruð þið með farangursgeymslu?
Já, við getum geymt farangur ykkar í móttökunni bæði fyrir innritun og eftir útritun.
Bjóðið þið upp á þvottþjónustu?
Já, við bjóðum upp á þvottþjónustu yfir nótt. Verðið er 5.900 ISK fyrir hverja vél. Þvottur er þurrkaður og brotinn saman. Skilyrði er að þvotturinn megi fara í þvottavél og þurrkara. Ekki er tekin ábyrgð á skemmdum á þvotti.
Er spa á hótelinu?
Nei, það er ekki spa á hótelinu okkar.
Getið þið hjálpað mér að bóka ferð?
Já, ef þú ert hér til að kanna náttúruperlur Íslands, getum við hjálpað þér að velja og bóka ferð. Ef þú vilt skipuleggja allt áður en þú kemur, sendu okkur bara tölvupóst á hotelloa@hotelloa.is.
Hvað tíma er morgunverður framreiddur?
Morgunverður er framreiddur á hótelinu okkar milli kl. 07:00-10:00. Morgunverður er innifalinn í verði herbergisins.
Hvernig morgunverð bjóðið þið upp á?
Við bjóðum uppá létt morgunverðarhlaðborð. Meðal annars kornvörur, brauð, ávexti, egg, beikon, skyr og bakkelsi. Morgunverður er innifalinn í verði herbergisins.
Get ég fengið morgunverð snemma?
Við bjóðum uppá morgunverðarbox, þessa þjónustu þarf að panta daginn áður.
Get ég fengið glúten-/laktósafrían, og/eða vegan valkost í morgunverð?
Við bjóðum uppá glútenfrítt brauð. Á morgunverðarhlaðborðinu finnur þú möndlumjólk og aðrar tegundir af laktósafríum valmöguleikum. Á morgunverðarhlaðborðinu er hægt að finna marga valmöguleika fyrir þá sem eru á sérhæfðu mataræði.